Gullsmiður Klukkunnar | Viðgerðir á skartgripum og sérsmíði skartgripa
Velkomin á gullsmíðaverkstæðið okkar! Hjá Klukkunni bjóðum við upp á sérsmíði skartgripa, viðgerðir og viðhald, hvort sem um ræðir trúlofunarhringa, giftingarhringa, gullviðgerðir eða hreinsun skartgripa.
Við vinnum með hágæða efnivið, svo sem gull, hvítagull, silfur, stál, og demanta, og við tryggjum að skartgripirnir þínir endist vel og lengi.
Viðgerðir á skartgripum - Endurlífgaðu skartgripina þína
Ef skartgripurinn þinn er orðinn slitinn eða virkar ekki sem skildi, getur gullsmiðurinn okkar endurheimt útlit hans og virkni. Við bjóðum meðal annar upp á:
- Viðgerðir á brotnum eða beygluðum hringum
- Endurnýjun á slitnum festingum
- Viðgerðir á gullkeðjum og armböndum
- Endursmíði á eldri skartgripum
Komdu við í verslunum okkar og við aðstoðum við mat á viðgerð á skartgripnum þínum.
Trúlofunarhringar og giftingarhringar - Einstök hönnun fyrir sérstaka stund
Trúlofunarhringar eru og eiga að vera einstakir, og hjá okkur færð þú frábær úrval trúlofunarhringa.
- Hannaðu þinn eigin trúlofunarhring eða giftingarhringa
- Veldu milli gulls, hvítagulls, silfurs, demanta og eðalsteina.
- Við smíðum hringa eftir máli og áletrium nöfn eða skilaboð inn í þá.
- VIð veitum faglega ráðgjöf um hönnun, smíði og efnivið.
Viðgerðir, hreinsun og viðhald skartgripa - Gerðu gamlan skartgrip eins og nýjan
Með tímanum verða skartgripir mattir, óhreinir, og fá á sig slit. Við bjóðum upp á hreinsun og faglega viðhaldsvinnu:
- Gullhreinsun og endurhúðun
- Stilling og yfirferð á demöntum og eðalsteinum
- Pússun og lagfæring á yfirborði
Komdu með skartgripina þína í reglulegt viðhald og lengtu líftíma þeirra verulega!
Afhverju að velja gullsmíðaverkstæði Klukkunnar?
- Reyndur gullsmíðameistari með mikla reynslu
- Við notum eingöngu vandaða efniviði og framúrskarandi vinnubrögð
- Hröð og örugg þjónusta - við leggjum áherslu á gæði