Fara í innihald

Vörukarfa

Vörukarfan þín er tóm

Göt í eyru

Göt í eyru

Það er ótrúlega einfalt og fljótlegt að fá göt í eyru. 

 

Þú færð göt í eyru í verslunum okkar á Nýbýlavegi 10 og í Kringlunni, en ferlið hefur aldrei verið þægilegra.

Í upphafi eru notaðir einfaldir og dauðhreinsaðir eyrnalokkar. Eigum yfir 20 gerðir af mismunandi lokkum, t.d. með steinum, perlum, blóm og fleiri skemmtilegar gerðir.

Eftir nokkrar vikur má svo skipta yfir í aðra lokka.

Verð

 

Verð á 2 lokkum er 5.990 kr., á 1 lokk 3.990 kr. og er götunin innifalin. Við veitum svo alla þá ráðgjöf sem þarf til í eftirfylgninni.

 

Göt í eyru

Reglur vegna götunar á eyrnasneplum

 

  • Ekki þarf að panta tíma fyrir götun. 
  • Ef einstaklingur er undir 18 ára aldri þarf leyfi forráðamanns.  Sé forráðamaður ekki á staðnum þarf skriflegt leyfi sem hægt er að senda í tölvupóst á klukkan@klukkan.is
  • Ekki er leyfilegt að gata einstakling undir áhrifum vímuefna.
  • Eyrnalokkar sem settir eru í eyrnasneplana koma í dauðhreinsuðum umbúðum frá framleiðanda og innihalda ekki ofnæmisvalda ss. nikkel eða önnur efnasambönd þess.
  • Einungis er gert gat í eyrnasnepla, ekki brjósk

  • Viðmiðunarreglur um umhirðu eftir húðgötun í eyrnasnepla

     

    • Lokkana skal hafa í eyrunum í ca. 8 vikur, en að sjálfsögðu má hafa lengur, því lengur því betra. Einnig skal alltaf hafa einhverja lokka í götunum fyrsta árið. Best er að notast við ekta málma (silfur, gull eða stál) en ekki málmblöndur.
    • Mælt er með að sótthreinsa í kringum götun 1-2x á dag í ca. mánuð.
    • Ekki taka lokkana úr á meðan hreinsað er.
    • Mælum með spritti til að sótthreinsa með
    • Dýfið eyrnapinnum í sprittið eða vætið bómul og berið vel á eyrnasnepilinn bæði að framan og aftan með lokkana í. Gætið þess að sprittið komist vel að götunum sjálfum.
    • Alls ekki snúa lokkunum og ekki snerta þá að óþörfu.
    • Mælum ekki með sundi næstu 2-3 daga, en sturtur og böð eru að sjálfsögðu í lagi
    • Komi upp sýking, hafa komist óhreinindi að gatinu/sárinu og því ber að hreinsa það mjög vel. Í slæmum sýkingartilfellum er mælt með að bera Fucidin á svæðið en það má fá gegn lyfseðli í næsta apóteki. Í einstaka tilfellum þarf að taka lokkana úr og leyfa götunum að gróa.